Ertu að fara að kaupa fasteign?

Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem vert er að skoða áður en ráðist er í fasteignakaup.

Góð ráð við kaup á fasteign

Gluggar

Mat á ástandi og endingartíma glugga. Nokkur lykilatriði sem gott er að skoða:
Meðallíftími: Líftími glugga getur verið háður gæðum í efnisvali.
Efnisval: Gluggar sem þarfnast minna viðhalds (t.d álklæddir) geta haft lengri líftíma.
Viðhald glugga: Gluggum sem er vel viðhaldið geta að öllu jöfnu enst lengur.

Þak og þakjárn

Gott er að skoða þakjárn og þakvirki eins og mögulegt er: Athuga hvort leki sé eða hafi verið og almennt ástand þaks og þakjárns.  Ef aðgengi er að þakvirki og þakklæðningu innan hús er gott að huga að eftirfarandi atriðum: Loftun þaks, rakasperru og hvort ummerki séu um raka eða myglu.

Raflagnir

Nokkur lykilatriði er kaupandi ætti að athuga varðandi rafmagn:
Aldur og ástand raflagna og hvort gerðar hafi verið endurbætur á þeim.
Innstungur og rofar, aldur þeirra og hvort ummerki séu um ofhitnun raflagna.
Gæði og gerð raflagna í húsnæðinu.
Raflagnir í eldri eignum gæti þarfnast viðhalds og endurnýjunar og verið að úreldast.
Rafmagnstafla: Skoða ástand og aldur efnis í rafmagnstöflu.

Pípulagnir
Ofnar & hitalagnir

Aldur ofna: Við íbúðakaup er gott að ganga úr skugga um aldur ofna og ástand þeirra, þar sem eldri ofnakerfi gætu þarfnast viðhalds eða jafnvel endurnýjunar.
Hitastillar: Athuga virkni á ofnum og hitastillum og hvort þeir þarfnist viðhalds.

Vatnslagnir

Aldur og efni pípulagna: Gott er að reyna meta aldur vatnslagna. Eldri lagnir gæti þurft að endurnýja. Gæði efnis sem notuð eru í pípulagnir geta einnig haft áhrif á endingu þeirra og líftíma.

Tegundir lagnaefna: Gefðu gaum að lagnaefni sem er í húsinu.
T.d gætu koparrör í hitavatnslögnum bent til þess að þörf sé á að skipta út lögnum.

Skolp- og frárennslislagnir

Líftími og viðhald skolp- og fráveitulagna er háð nokkrum þáttum:
Efni sem notað er: Líftíminn lagna getur verið mismunandi eftir því hvaða efni eru notuð í skolp- og frárennslislagnir.
Vísbendingar um tæringu: Með tímanum munu skolplagnir tærast, þrátt fyrir viðhald. Merki um að það þurfi að fara í framkvæmdi er viðvarandi vond lykt og sýnileg merki um niðurbrot lagna. Við mat á hugsanlegri eign er ráðlegt að athuga aldur, hvort lagnir hafa verið endurnýjaðar eða fóðraðar.

Fyrirhugaðar framkvæmdir

Fá upplýsingar frá húsfélagi hvort einhverjar framkvæmdir séu fyrirhugaðar. Skoða húsfélagsyfirlýsingu og fundargerðir, athuga hvort saga sé um raka eða leka. Athuga með inneign í framkvæmdasjóði húsfélags.

Fá frítt fasteignaverðmat

Fylltu út formið og við verðum í sambandi
Veldu tíma og dagsetningu
Fyrirspurn móttekin.
Úps.. eitthvað fór úrskeiðis. Hafið samband í síma!